Leita í fréttum mbl.is

Listin að reyna við

Jæja, ég er komin aftur og vona að bloggið mitt sé ekki dautt.  Tók út þær færslur sem ekki stóðust ritrýni og það voru allar færslurnarWink  Fékk mér líka nýjan lit á bloggið- væminn, en rosa kúl samt.

Ekki hef ég hugmynd um hvort ,,viðreynsla" sé til í orðabók, en þið skiljið hvað ég á við með því... 

Ég hef dálítið pælt í viðreynslum; of miklum viðreynslum sumra, of asnalegum viðreynslum, of grófum viðreynslum og svo engum eða litlum viðreynslum, (þeir sem þora ekki að reyna við).  Hér á eftir koma nokkur dæmi:

Ein ótrúlega gáfuð, falleg og skemmtileg vinkona mín fékk þessa línu þegar hún beið eftir afgreiðslu við barinn:  ,,Hvort ertu svona teknópíka, eða rokkhóra?!"

Voðalega krúttlegt að segja svona við stelpu/konur!  Hann hlýtur að hafa æft þessa línu stíft í speglinum fyrr um kvöldið.....hahaha, greyið strákurinn! 

Svo eru aðrir gaurar sem ganga ennþá lengra: 

Tvær sætar stelpur sem ég þekki sátu saklausar á bar.  Eftir nokkurn tíma kom maður aðvífandi.  Hann spurði hvort hann mætti sitja hjá þeim.  Þær svöruðu litlu, enda voru þær að ræða prívat málefni.  Maðurinn settist samt og var frekar móðgaður, honum fannst stelpurnar glataðar fyrir að sýna sér ekki meiri áhuga en þetta.  Hann byrjaði fljótlega að rífa kjaft og önnur stelpan svaraði honum kaldhæðnislega á móti.  Hin sat og gapti, enda hafði hún aldrei hitt mann sem hagar sér svona, (hún hélt að svona týpa væri bara til í grínþáttum).  Hann varð æstari og sér í lagi þegar kaldhæðna stelpan ýtti vandlega við glasinu hans þannig að það hellist yfir hann.  Hann stóð að lokum upp, fór í vasann á gallabuxunum, náði í seðlabúnt og veifaði því reiður og öskraði um leið ,,vitið þið af hverju þið eruð að MIIIIISSA?!" Því næst tók hann símann sinn upp, hringdi í einhvern og bað viðkomandi vinsamlega um að sækja sig á PORSCHE bílnum sínum.  Kaldhæðna stelpan sagði þá:  ,,Hva, rosa kall ert þú, áttu bara Porsche"  Maðurinn spýtti út úr sér um leið:  ,,Ekki Porsche, heldur Porsch-e", (mikilvægt að framburðurinn sé réttur). 

Svo á ég snjalla, sæta, skemmtilega og ,,eðlilega" vini, (bæði stráka og stelpur), sem reyna sjaldan eða aldrei við hitt kynið.  Þeir einfaldlega nenna ekki og þora ekki að standa í þessum villta og tryllta buisness.  

Ég hef dálítið velt því fyrir mér hvort að vinirnir með ,,pick-up" línurnar séu gengnir útGrin Leyfi mér að efast um það......


Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hahahaha... some people, SOME PEOPLE!

Josiha, 4.5.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íris E
Íris E

halló

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 174

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband